Ellen Calmon borgarfulltrúi

Fjölskylduvæn borg fyrir fjölbreytt fólk

Í störfum mínum sem borgarfulltrúi legg ég áherslu á fjölskylduvænt og mannvænt samfélag. 

Mannréttindi, jafnrétti og velferð

Ég hef verið ötul talskona mannréttinda, jafnréttis og velferðar í borgarstjórn, þar hef ég talað fyrir réttindum barna og fatlaðs fólks. Reykjavík á að vera fjölskyldu- og aldursvæn borg en ég vil einnig að hún verði barnvænt sveitarfélag í takti við hugmyndafræði UNICEF.

Borgin á að vera umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi hef ég lagt áherslu á að jafnrétti, inngilding og hugmyndafræði algildrar hönnunar séu höfð að leiðarljósi í allri uppbyggingu á þjónustu og skipulagi borgarinnar. Þetta eru allt málefni sem snúa að því mæta manneskjunni á hennar eigin forsendum, málefni sem ég brenn fyrir og sækist eftir að vinna áfram að.

Reykjavíkurborg á einfaldlega að vera besti staðurinn til að búa á, borg jöfnuðar, græn og mannvæn. Ég mun leggja mig alla fram um að svo verði! 

Borgarfulltrúinn Ellen

Ég tók sæti sem borgarfulltrúi þann 1. júní 2020 í miðjum heimsfaraldri. Þetta kjörtímabil hefur verið fordæmalaust, krefjandi og lærdómsríkt en spennandi og gefandi í senn. Ég brenn fyrir verkefnunum sem fyrir okkur liggja og sæki hér með umboð til að fá að halda áfram að vinna að jöfnuði og betra samfélagi.

Mín helstu verkefni hafa snúið að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og velferðarráði og svo er ég formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hef tekið þátt í stýrihópi um endurskoðun á jafnlaunastefnu borgarinnar og menningarstefnu sem samþykkt var nýlega.

 

Mynd efst í svörtum jakka: HARI

Áherslur

Fjölskylduvæn borg

Er borg þar sem allar gerðir fjölskyldna fá að blómstra og njóta stuðnings og þjónustu ef þær þurfa til að geta tekið fullan þátt í samfélaginu. Ég vil huga betur að fjölbreyttum fjölskyldugerðum þar sem tekið er tillit til margbreytileikans. 

Barnvænt sveitarfélag

Þar fá börn og ungmenni tækifæri til að hafa áhrif á mál er þau varða. Ég vil að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði að fullu innleiddur á öll svið borgarinnar.

Barnamenning 

Ég vil hlúa enn frekar að barnamenningu í borginni. Þannig getum við veitt börnum fleiri tækifæri til að tjá tilfinningar sínar, finna leiðir til túlkunar á þeim og opna hugann fyrir nýjum víddum og sköpun.  Þau eru listafólk og listneytendur framtíðarinnar.  Listir og menning auðga samfélagið með margvíslegum hætti og eru uppspretta nýsköpunar. 

Barnavernd

Því miður hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað svo um munar á síðastliðnum tveimur árum og er því brýnna nú en nokkurn tíma áður að tryggja öryggi og velferð barna og koma í veg fyrir hverslags ofbeldi eða vanrækslu gagnvart þeim. Ég vil tryggja frekari stuðning við barnavernd í borginni.  

Algild hönnun og inngilding

Ég vil að horft sé  til hugmyndafræði algildrar hönnunar og inngildingar í öllu starfi borgarinnar, sem þýðir að samfélagið, þjónusta og umhverfi eiga að vera aðgengileg öllum óháð aldri, fötlun, kyni, kynvitund, uppruna og líkamsgerð eða annarri stöðu.

Aldursvæn borg

Ég vil tryggja að Reykjavík sé aldursvæn borg þar sem hvatt er til virkni eldri borgara með öflugum tækifærum til heilsueflingar og samfélagsþátttöku. Þá er ekki síður mikilvægt að tryggja æ betri þjónustu svo fólk geti búið sem lengst heima hjá sér.  Þannig getum við aukið lífsgæði fólks sem er að eldast.

Menntastefna Reykjavíkurborgar

Stefnan  byggir á grunnstefjum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er í innleiðingarferli. Á tímum faraldursins hefur reynst geigvænleg áskorun að halda uppi óskertu skólastarfi. Ég vil styðja enn betur við fagfólkið okkar og halda þétt utan um verkefnið svo menntastefnan verði að fullu innleidd og nái fram að ganga börnum í borginni til heilla. 

Jafnlaunastefna og jafnvirði starfa

Ég sit í stýrihópi sem er að endurskoða jafnlaunastefnu Reykjavíkurborgar og mér finnst mikilvægt að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið í borginni við að draga úr launamun kynjanna. Þá er ekki síður mikilvægt að tryggt sé að jöfn laun séu greidd fyrir jafnverðmæt störf óháð kyni. Þessa þætti þarf alltaf að vakta.

Loftslagsmálin

Eru stærstu mannréttindmál nútímans og þarf að taka tillit til þeirra í allri ákvarðanatöku. Græna planið er sóknaráætlun Reykjavíkurborgar og leggur línurnar í fjármálum, fjárfestingum og grænum lykilverkefnum sem ég er spennt að fylgja eftir.  

Um mig

Ég er femínisti og baráttukona fyrir mannréttindum sem er uppalin í Breiðholtinu. Foreldrar mínir voru frumbyggjar þar. Nýflutt til Íslands tóku þau þátt í að byggja blokkina okkar í Fífuselinu. Pabbi minn er franskur innflytjandi og mamma mín er hálf norsk og hálf íslensk, svo það má með sanni segja að ég sé af erlendu bergi brotin, þrátt fyrir að vera fædd og uppalin í Reykjavík og með íslensku að móðurmáli. Eftir 20 ár í Breiðholtinu og stúdentspróf frá Kvennaskólanum lá leið mín til Akureyrar í háskólanám sem ég lauk svo í Kennaraháskóla Íslands með B.Ed. gráðu. Þaðan fór ég í Háskóla Íslands og lauk diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu en hef einnig stundað meistaranám í því fagi. Nú bý ég í Vesturbæ Reykjavíkur með eiginmanni mínum Johan Tegelblom sem er sænskur og saman eigum við soninn Felix Hugo sem er 10 ára og gára tvo.  

Gaman að gera

Mér finnst skemmtilegast að fara í sumarkofann minn með fjölskyldu og vinum, hjóla á rafmagnsreiðhjólinu mínu, sækja söfn og listasýningar með syni mínum. Svo er dásamlegt að ferðast og verja tíma með góðum vinum, heimsækja fjölskylduna mína í Frakklandi og Svíþjóð og fara í tjaldútilegur í íslenskri sumarnáttúru.

Kennari, flugfreyja og menningarfulltrúi

Ég hef starfað í fisk- og kjötvinnslu, á leikskólum, í frístundaheimili og félagsmiðstöð, sem flugfreyja, grunnskólakennari, fræðslu- og menningarfulltrúi, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, ritari þriggja borgarstjóra, verkefnastýra um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í leik-, grunnskóla- og frístundastarf og formaður Öryrkjabandalagsins svo eitthvað sé nefnt.  

Sjálfboðaliði

Þá hef ég sinnt fjölmörgum sjálfboðaliðastörfum í þágu mannréttinda- og samfélagsmála síðastliðin 10 ár, meðal annars sem formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Núna er ég fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, ritari Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í EWL (European Womens Lobby) sem eru stærstu kvenréttindasamtök Evrópu. 

Viltu vita meira um mig? Smelltu hér.

 

Vertu í sambandi!

Endilega vertu í sambandi ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir.