Allt um mig

Útgáfa og fjölmiðlun

Meðhöfundur bókarinnar ADHD og farsæl skólaganga. Námsgagnastofnun 2013. Ingibjörg Karlsdóttir í samvinnu við Ellen Calmon framkvæmdastjóra ADHD samtakanna.

Umsjón með handritsgerð, upptöku viðtala, klippingu og þáttastjórn. Útvarpsþátturinn Fólk og fræði, ADHD á öllum æviskeiðum mánudaginn 18. mars 2012 á Rás 1. Viðmælendur Páll Magnússon sálfræðingur, Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur og Brynjar Emilsson sálfræðingur og doktorsnemi.

Þá hef ég skrifað fjöldi greina og verið í viðtölum er varða mannréttindi, hagsmunagæslu, endurhæfingu og réttindabaráttu aðildarfélaga ÖBÍ og önnur samfélagsleg málefni sem tengjast meðal annars kjaramálum, réttindamálum barna, skólamálum, menningarmálum og mannréttindum.

Nám

  • M.P.A. mastersnám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, samhliða starfi, 2017–
  • Diplómagráða í opinberri stjórnsýsla frá Háskóla Íslands, fyrsta einkunn, 2010
  • B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands. Lokaritgerð um ADHD, fyrsta einkunn, 1998

Námskeið

  • Kynnisferð til UNICEF í Kaupmannahöfn. Fræðsla um starfsemi UNCIEF í Kaupmannahöfn og Réttindaskóla. Heimsókn og fræðsla um birgðastöð UNICEF, 2019
  • Námskeið um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. National University of Ireland in Galway, Centre for Disability Law and Policy, 2015
  • Viðburðastjórnun; rammaáætlun, framkvæmdaáætlun, fjárhagsáætlun, kynningaráætlun, tímaáætlun, samningagerð, frágangur og mat vegna viðburða. Íþróttaakademían, Ungmennafélag Íslands og Leiðtogaskólinn, 2007
  • Brautargengi kvenna; viðskiptaáætlun, markaðsmál, fjármál og stjórnun. Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Impra, 2006
  • Hvernig næst afburða árangur í stjórnun opinberra stofnana? Endurmenntun Háskóla Íslands, 2005

Stjórnarseta og félagsstörf

  • Forman stjórnar Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu, 2020-
  • Formaður stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, 2020-
  • Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, 2020 júní –
  • Stjórnarkona í European Women‘s Lobby (EWL) stærstu Evrópusamtök kvenna, 2019-
  • Formaður framkvæmdastjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands, 2018–2020
  • Stjórnarkona í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, 2020-
  • Ritari framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, 2018–2020
  • Varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, 2018-2020
  • Ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands, 2016–
  • Stjórnarkona í framkvæmdastjórn EDF (European Disability Forum), 2017
  • Gjaldkeri stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ). Sat í stjórn MRSÍ frá árinu 2013, 2017–2018
  • Átti sæti í Velferðarvakt á vegum velferðarráðuneytisins, 2016–2017
  • Aðstoðarmaður varaformanns ÖBÍ á stjórnarfundum EDF (European Disability Forum), 2014–2017
  • Átti sæti í Réttindavakt fyrir fatlað fólk á vegum velferðarráðuneytisins, 2013–2017
  • Átti sæti í starfshópi um endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, 2013–2017
  • Rådet för nordiskt samarbete om funktionshinder. Átti sæti í þessu ráðgefandi og stefnumarkandi ráði varðandi málefni fatlaðs fólks fyrir norrænu ráðherranefndina og samstarfsaðila hennar, 2013–2017
  • Handikapporganisationernas Nordiska Råd (HNR). Samstarfsvettvangur norrænu öryrkjabandalaganna. Formenn og framkvæmdastjórar norrænu bandalaganna sitja í ráðinu, 2013–2017
  • Sat í neyðarstjórn Strætó vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks, 2015
  • Formaður Öryrkjabandalags Íslands, 2013–2017
  • Varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, 2012–2013
  • Sat í framkvæmdastjórn ÖBÍ en framkvæmdastjórn var lögð af 2015, 2011–2015
  • Átti sæti í aðalstjórn ÖBÍ, 2011–2017
  • Virkur varamaður í neyðarstjórn sveitarfélaganna v/faraldra eða hættuástands, 2010
  • Sat í stjórn Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, 2008–2010
  • Sat í stjórn Félagsheimilis Seltjarnarnesbæjar, 2009–2010
  • Kosningastýra framboðs Írisar Lindar Sæmundsdóttur lögfræðings til Stjórnlagaþings. Íris Lind hlaut sæti í Stjórnlagaráði, 2010
  • Formaður Magister – félags kennaranema í Háskólanum á Akureyri, 1995–1996
  • Formaður Leikfélagsins Fúríu – Kvennaskólanum í Reykjavík, 1991–1992